Saturday, July 5, 2014

Hot Chicken núðluréttur.

Hot Chicken.

Þessi uppskrift er búin að vera í minni fjölskyldu í mörg ár. Siðan við bjuggum í englandi og var ég þá bara pínupons. Þessi réttur var ekki oft eldaður en í algjöru uppáhaldi samt, og ræðum við systkinin oft að við verðum nú að fara elda saman Hot chicken ;)   ég hef einu sinni áður reynt að elda hann en ég klúðraði honum big time, lét malla of lengi og þetta var bara núðlu, kjúklinga, beina réttur og ég varð hálf hrædd að búa hann til aftur því ég þoli ekki þegar matseld mistekst hjá mér, og það er ekki girnilegt að hafa bein hér og þar í réttinum en ég ákvað að prófa aftur, enda með nokkra snillinga sem ég get hringt í til að leita ráða hjá, Linda syss, Rikki bró og Ayoe mágkona, þau björguðu mér alveg með þennan rétt núna með ýmiskonar góðum ráðum.

En hérna kemur uppskriftin og aðferðin.

Kjúklingur (2. pakkar af vængjum sem ég sker svo í 2 hluta)
1 púrrlaukur
5 gulrætur en ég nota 1 poka af baby carrots.
7msk sesamolía
5msk sesamfræ
3 msk soja sósa
lemon gras
400gr Bean noddles (fæst í fiska.is) hægt að nota rice noodles líka, auðveldara að fá þær í búðunum.
Þriðjakryddið (smá)
salt
3-4 tsk chili krydd, eftir smekk.

Aðferð.

Ég sker kjúklingaleggina í 2 hluta og hendi frá stilkinum sem maður borðar ekki, ég sauð vatn og setti nokkra stilka af lemon gras og kjúklingatening og sauð í ca 10 min, tók kjúklingin úr vatninu og lét liggja í skál á meðan ég græjaði hitt, og tók ca 4 dl af soðinu í skál.

Skera grænmetið.

Ristið sesamfræið á pönnu, hellið svo sesamolíunni og sojasósunni við og látið malla smá, skellið svo grænmetinu við og leyfið að malla í smá tíma, þarna fór ég að setja kryddið við, chili krydd og smá þriðjakrydd og smá salt, fólk verður bara að finna hvað þeim finnst gott, ég byrjaði bara á litlu og bætti svo við, þessi réttur á að vera mjög sterkur, en það eru ekki allir sem vilja hafa hann það sterkan að það sé varla hægt að njóta þess að borða hann.

Svo set ég kjúklinginn við, helli sítrónuvatnsoðinu við, leyfði suðuni að koma upp, leyfa svo bara að malla í smá tíma, set svo meira vatn við, ca 2 dl og malla.



Bean núðlurnar þarf að sjóða aðeins, setja vatn í pott og leyfa suðunni að koma upp, setjið núðlurnar í en alls ekki lengi, bara þannig að þær ná að mýkast, erum að tala um nokkrar sekúndur, gott er að taka skæri og skera núðlurnar í pottinum, þá er mun auðveldara að blanda því svo saman við kjúklingum, en takið nú núðlurnar og setjið í pott og munið, klippa núðlurnar og blandið kjúklingaréttinum við og leyfið að malla saman í ca 20-30 min. Ég blandaði þessu saman í svona svörtum steikarpott og leyfði þessu bara að vera inní ofni við 150°hita, nennti ekki að reyna að hræra þessu saman í potti eða pönnu því þetta var frekar stór uppskrift.

Berið fram með hrísgrjónum og sojasósu.









Hérna kemur svo loka myndin, við vorum bara of gráðug að byrja að ég steingleymdi að taka "fyrir"mynd :)



Rétturinn heppnaðist mjög vel, og buðum við tengdó í mat og held þau hafi bara verið ansi sátt líka :)


Díana.




No comments:

Post a Comment